Þjónusta / Afþreying

Við komuna bíður ykkar í ísskápnum ávextir, jógúrt, brauð, ostar og álegg.

Te og kaffi er ávalt til staðar. Húsmóðurin er viljug til að elda fyrir gesti,

bjóðum uppá þriggja rétta matseðil, ykkar val að snæða með húsráðendum eða sjálf í ykkar rými. (panta þarf þegar gisting er pöntuð eða með tveggja daga fyrirvara).

Erum með tvö reiðhjól til afnota, tilvalið að hjóla í verslunina, sundlaugina,

hringinn í kringum Elliðavatn (9,6 km), einnig er hjólreiðagata niður í miðbæ

Reykjavíkur (12 km).

Við gistinguna er hesthús húsráðenda, þar eru hestar tímabilið nóvember til maí.

Gestum gefst kostur á heimsókn í hesthúsið og kynnast íslenska hestinum.

Fyrir hestamenn og þá sem vilja eignast íslenskan hest, er tilvalið að sameina

gistingu og aðstöðu í hesthúsi okkar. Við bjóðum uppá aðstoð og ráðgjöf

fagmanns við val og kaup á íslenskum hestum í eigu og sölu hjá frístunda

hestamönnum á höfuðborgarsvæðinu eða hestum í þjálfun hjá atvinnumönnum

á svæðinu. (www.astund.is)

Hikið ekki við að hafa samband ef það vakna upp spurningar varðandi íbúðina.

Aðbúnaður
banner-page-4
Kort og leiðarlýsing
banner-page-4