Njóttu þess að gista hjá okkur

Við bjóðum uppá heimili að heiman. Lúxus íbúð búin öllum þeim þægindum sem við erum vön heima, með svefnplássi fyrir 1 – 4 gesti.

Staðsetningin er miðsvæðis innan höfuðborgarsvæðisins, með nálægð við náttúruna og í göngufæri við verslunarkjarna og sundlaug. Frá íbúð er greið leið til helstu akstursleiða út úr Reykjavík og einungis 6 km fjarlægð frá miðborginni.

Bjóðum uppá að sækja gesti okkar á BSI (bus terminal) eftir ferð frá Keflavík. Erum með pakkatilboð, íbúð og bílaleigubíl og lofum persónulegri þjónustu.

Fyrir hestafólk bjóðum við uppá húsnæði og aðstöðu í hesthúsi fyrir þá sem vilja dvelja í nokkra daga og sameina dvöl í Reykjavík og útreiðar.

Íslenska hestaleigan er staðsett hér rétt hjá og býður uppá stutta og langa reiðtúra. Ef óskað er eftir gistingu fyrir fleiri en hjá okkur geta verið, þá vísum við á sambærilega heimagistingu í nánd við okkur.

GPS Staðsetning: 64° 59′ 54.2796″, W 18° 36′ 20.1738″

Aðbúnaður
banner-page-4
Kort og leiðarlýsing
banner-page-4